Fara í efni

Sleitustaðir 2 146493 - Staðfesting landarmerkja og landskipti.

Málsnúmer 1906079

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 351. fundur - 13.06.2019

Jón Sigurðsson kt 240429-3149, þinglýstur eigendur jarðanna Sleitustaða 2, landnr. 146493, og Sleitustaða lóð, landnr. 146491, óskar eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum ytri landamerkjum jarðanna, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 712731 útg. 11. feb. 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, árituð af landeigendum aðliggjandi landeigna. Einnig óskar umsækjandi eftir heimild til að skipta 19,1 ha landi úr landi Sleitustaða 2 sem „Sleitustaðir 6“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 712731 útg. 11. feb. 2019 sem einnig er unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Sleitustöðum 2, landnr. 146493. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.