Fara í efni

Hafgrímsstaðir (146149) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1905178

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 351. fundur - 13.06.2019

Snæbjörn H. Guðmundsson kt 100559-5959 sækir f.h. þinglýstra eiganda jarðarinnar Hafgrímsstaða, landnúmer 146169, um heimild til að stofna 2,8 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Hafgrímsstaði 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 776502 útg. 11. mars 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Fyrirhuguð spilda liggur að huta að landamerkjum Hafgrímsstaða, og Hvammkots, landnr. 146176. Óskað er eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar á umræddum landamerkjum, milli hnitpunkta LM01 og LM02 á meðfylgjandi uppdrætti nr.S01, útg. 11. mars 2019. Landamerkjayfirlýsing, árituð af landeigendum Hafgrímsstaða og Hvammkots fylgir erindinu.
Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hafgrímsstöðum, landnr. 146169. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.