Fara í efni

Geldingaholt (146028) og Geldingaholt III (222603) - Umsókn um landskipti og stækkun lóðar.

Málsnúmer 1905123

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 348. fundur - 17.05.2019

Jóhann Gunnlaugsson kt 110481-5439 og Eva Dögg Bergþórsdóttir kt. 280685-2679 þinglýstir eigendur jarðarinnar Geldingaholts (landnr. 146028) og lóðarinnar Geldingaholts III (landnr. 222603), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til eftirfarandi breytinga:

1.Að breyta landamerkjum lóðarinnar Geldingaholt III (landnr. 222603), skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7162-24, dags. 2. maí 2019. Erindinu fylgir einnig skýringauppdráttur nr. S-102 í verki 7162-24, dags. 2. maí, sem sýnir lóðarmörk fyrir breytingu og hvernig staðið er að breytingu á þeim. Breytingin á lóðarmerkjunum gerist þannig, að spildu er skipt úr landi Geldingaholts (landnr. 146028), og eru hún merkt spilda 1 á uppdrætti nr. S-102. Óskað er eftir því að þessi spilda verði leyst úr landbúnaðarnotum, og hún svo sameinuð Geldingaholti III (landnr. 222603).

Hlaða og fjárhús byggð 1955, með fasteignanúmer F2140416, merking 06 0101 og 17 0101, munu tilheyra Geldingaholti III (landnr. 222603) eftir breytinguna.

Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geldingaholti (landnr. 146028) eftir breytinguna.

2.Að skipta spildu úr landi Geldingaholts (landnr. 146028), og nefna spilduna Geldingaholt 5. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki 7162-24, dags. 2. maí 2019.
Jafnframt er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geldingaholti (landnr. 146028) eftir landskiptin.

Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.