Fara í efni

Snjómokstur - útboð 2019

Málsnúmer 1903295

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 153. fundur - 01.04.2019

Lögð voru fyrir fundinn útboðsgögn vegna snjómokstursútboðs fyrir Sauðárkrók árið 2015.
Stefnt er að útboði á snjómokstri á Sauðárkróki til næstu þriggja ára fyrir lok apríl mánaðar.
Endanleg útboðsgögn verða borin undir nefndina áður en verkið er boðið út.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 156. fundur - 28.05.2019

Farið var yfir útboðslýsingu vegna snjómoksturs.
Sviðstjóra falið að auglýsa útboð á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson véku af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 158. fundur - 01.08.2019

Lögð var fyrir fundargerð tilboðsopnunar vegna snjómoksturs á Sauðárkróki 2019 til 2022. Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá Vinnuvélum Símonar ehf., Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðmimelsbræðrum ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 159. fundur - 28.08.2019

Málið aftur á dagskrá Umhverfis og samgöngunefndar,kalla þurfti til varamenn þar sem aðalmenn eru vanhæfir.

Lögð var fyrir fundargerð tilboðsopnunar vegna snjómoksturs á Sauðárkróki 2019 til 2022. Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá Vinnuvélum Símonar ehf., Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðmimelsbræðrum ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson véku af fundi undir afgreiðslu málsins.