Fara í efni

Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Málsnúmer 1902010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 856. fundur - 06.02.2019

Lagt fram ódagsett bréf frá Íbúðalánasjóði, móttekið 1. febrúar 2019, varðandi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Reglurnar kveða meðal annars á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og hún skuli uppfærð árlega með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að núverandi húsnæðisáætlun verði uppfærð fyrir 1. mars næstkomandi.