Fara í efni

Hof 1 146438 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1812192

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 336. fundur - 14.01.2019

Marvin Ívarsson verkefnastjóri eignaumsýslu lands og jarða, sækir f.h. Ríkiseigna, þinglýsts eiganda jarðarinnar Hofs 1, landnúmer 146438 um heimild til að stofna 39000 m² spildu úr landi jarðarinnar og nefna útskipta landið Hof 3. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur, Hof 3 í Skagafirði dagsettur 21. nóvember 2018 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin af Ríkiseignum, höfundur AME.
Í umsókn kemur fram að öll jarðarhús Hofs 1, landnr. 146438 séu innan útskipta landsins. Matshlutar, 02 íbúðarhús, 05 fjárhús, 07 hlaða, 08 votheysturn og 09 geymsla.
Þá kemur fram í umsókn að lögbýlarétturinn fylgir landnúmerinu 146438 ásamt ræktun, hlunnindum og öðrum nytjum jarðarinnar.
Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt.