Fara í efni

Syðri-Hofdalir 146421 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1812037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 336. fundur - 14.01.2019

Atli Már Traustason kt. 211273-5189 sækir f.h. Hofdalabúsins ehf., kt. 600514-0750, þinglýsts eiganda jarðarinnar Syðri-Hofdalir, landnúmer 146421, um heimild til að stofna 6,35 ha spildu úr landi jarðarinnar og nefna útskipta landið „Fagraholt“. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdrættur nr. S01 í verki 721305 dagsettur 16. nóv. 2018 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Á uppdrætti kemur fram kvöð um umferðarrétt að spildunni um vegarslóða í landi Syðri-Hofdala, landnr. 146421.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Syðri-Höfdölum, landnr. 146421.
Einnig er óskað eftir að útskipta spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.