Fara í efni

Ljótsstaðir 146555 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1812036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 339. fundur - 31.01.2019

Elsa Stefánsdóttir kt. 260153-7499 sækir, f.h. JF hesta ehf. kt. 411111-0670, þinglýsts eiganda jarðarinnar Ljótsstaða, landnúmer 146555 um heimild til að stofna 5,99 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Ljótsstaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 709601 útg. 26. nóv. 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Fyrirhuguð spilda liggur að landamerkjum Ljótsstaða og Hugljótsstaða (lnr. 146546). Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki jarðanna á þessum hluta, árituð af landeigendum.
Innan merkja fyrirhugaðrar spildu eru matshlutar 02, 03, 06, 07, 08, 09 og 11.
Matshluti 02 er 271,7 m² íbúðarhús.
Matshluti 03 er 95,2 m² vélaverkstæði.
Matshluti 06 er 87,6 m² fjárhús.
Matshluti 07 er 90,0 m² hlaða.
Matshluti 08 er 18,9 m² fjárhús.
Matshluti 09 er 32,2 m² fjárhús.
Matshluti 11 er 65,8 m² viðbygging við vélaverkstæði.
Í umsókn kemur fram að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ljótsstöðum, landnr. 146555 sem og öll hlunnindi jarðarinnar.
Sveitarfélgið keypti íbúðarhúsið að Ljótsstöðum, sem stendur á framangreindri landspildu, skv. 11. gr. l. 49/1997 árið 2002. Var það gert á grundvelli s.k. bráðabirgðahættumats, sbr. rgj. 505/2000. Er nýting þess háð samþykki ráðherra skv. umræddu ákvæði. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að eiga samráð við eiganda umrædds lands um nýtingu á því, og um ráðstöfun íbúðarhússins, í ljósi framangreindrar kvaðar. Eftir atvikum verði þinglýst þeim takmörkunum sem á nýtingu þessara eigna eru m.t.t. ofanflóðahættu að undangengnu framangreindu samráði.