Fara í efni

Veitunefnd - 54

Málsnúmer 1812018F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 379. fundur - 16.01.2019

Fundargerð 54. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 379. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 54 Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir hönnun og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra-Ási og Ásgarðsbæjum.
    Veitunefnd samþykkir að unnið verði að útboðsgögnum fyrir efnis- og vinnulið framkvæmdarinnar þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir að vori 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar veitunefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 54 Farið var yfir hitaveituframkvæmdir næstu ára.
    Samþykkt að klára hönnun á hitaveitu í Hegranesi samhliða hönnun á hitaveitu í Óslandshlið, Viðvíkursveit og Hjaltadal.
    5 ára framkvæmdaáætlun verður gefin út í janúar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar veitunefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 níu atkvæðum.