Fara í efni

Aðalgata 21A og B - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

Málsnúmer 1811189

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 335. fundur - 05.12.2018

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir, fh. sveitarfélagsins um heimild til að breyta notkun húsanna Aðalgata 21A og Aðalgata 21B. Fyrirhugað er að starfrækja móttöku- og sýningarhald fyrir ferðamenn í húsunum.
Meðfylgjandi uppdrættir, unnir hjá Stoð ehf. gera nánari grein fyrir málinu. Erindið samþykkt.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað. Í ljósi þess að Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur enn ekki samþykkt starfsemi Sýndarveruleika ehf. í Aðalgötu 21A og 21B tek ég ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 81. fundur - 28.12.2018

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um, fh. sveitarfélagsins Skagafjarðar leyfi fyrir breytingum og endurbótum á húsunum að Aðalgata 21A og Aðalgata 21B. Fyrirhugað er að starfrækja móttöku- og sýningarhald fyrir ferðamenn í húsunum. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir sem gerðir eru á Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 418503, númer A-101, A-102 , A-103 og A-104, dagsettir 19. nóvember 2018. Byggingaráform samþykkt.