Fara í efni

Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga

Málsnúmer 1811039

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 844. fundur - 13.11.2018

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, landupplýsingadeild, ódagsett en móttekið 6. nóvember 2018, varðandi landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög við að koma upp starfrænum gagnagrunni með hnitsettum eignamörkum í landeignaskrá.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að sjá um samkipti við Þjóðskrá Íslands.

Skipulags- og byggingarnefnd - 336. fundur - 14.01.2019

Landupplýsingadeild Þjóðskrár Íslands hefur undanfarin ár unnið að því að safna hnitsettum eignamörkum inn í stafrænan gagnagrunn og er yfirferð og innfærsla hnitsettrar afmörkunar nú fastur liður í skráningarferli landeigna. Nú vill stofnunin gera betur og bæta við landfræðilegum gögnum frá þeim sveitarfélögum sem eftir eru og ná þannig fram betri og áreiðanlegri gagnasafni fyrir landið í heild.