Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 846

Málsnúmer 1811025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Fundargerð 846. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 376. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram dagskrá kynnisferðar byggðarráðs til að skoða ástand og viðhaldsþörf fasteigna en sú ferð er farin í nokkrar stofnanir sveitarfélagsins þriðjudaginn 27. nóvember 2018. Einnig lögð fram tillaga um fundartíma opinna funda íbúafunda í tengslum við fjárhagsáætlun 2019.
    Miðvikudagur 28. nóvember 2018:
    Kl. 17:00 Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal
    Kl. 20:00 Menningarhúsið Miðgarður, Varmahlíð
    Fimmtudagur 29. nóvember 2018:
    Kl. 17:00 Höfðaborg, Hofsósi
    Kl. 20:00 Mælifell, Sauðárkróki
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. nóvember 2018 frá 8. bekk Árskóla, heimabyggðarval. Þar koma fram niðurstöður úr verkefni sem unnið var að í valgreininni, þar sem reynt væri að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og hvað mætti bæta.
    Byggðarráð þakkar fyrir framtakið og mun hafa niðurstöðurnar til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og komandi ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. nóvember 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1811320. Óskað er umsagnar um umsókn Jóns Árna Ólafssonar f.h. Olíuverslunar Íslands, kt. 500269-3249, um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu í flokki III fasteignanúmer 2140814 560 Varmahlíð. Áður K.S.Varmahlíð.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina enda sé öllum skilyrðum fyrir leyfinu fullnægt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar sem varðar breytingar á gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2019. Lagt er til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækki um 3. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni munu hækka um 3%. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu þurfa að hækka um 3%.
    Byggðarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2019. Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal lækka úr 0,275% í 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
    Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 3%.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd þar sem lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu hækki um 3% frá og með 1. janúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2019" Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Lagt fram að erindi frá formanni stjórnar Vesturfarasetursins ses., dags. 7. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að felldur verði niður fasteignaskattur af húsum í eigu setursins.
    Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 846 Byggðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn við 34. mál, þingsályktunartillögu á 149. löggjafarþingi 2018-2019 um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, og verður hún send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll.

    Full samstaða ríkir innan allra flokka sem eiga sæti í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mikilvægi þess að þingsályktunartilllaga þessi nái fram að ganga. Má því til staðfestingar nefna að á 845. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis að sækja um styrk til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til að vinna framkvæmdaráætlun fyrir Alexandersflugvöll. Þar sýna fulltrúar byggðaráðs í verki vilja til þess að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Vinna tillögur byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þingsályktunartillaga þessi því að sama marki, því nái þingsályktunartillagan fram að ganga og niðurstöður undirbúningsvinnu og rannsókna ráðherra verði jákvæðar, styður fyrirhuguð framkvæmdaáætlun heimamanna við næstu skref í uppbyggingu Alexandersflugvallar.

    Við umsagnir sama máls frá fyrri þingum hafa ýmsir aðilar, þ.m.t. Isavia, varpað fram mjög lausáætluðum tölum yfir mikinn kostnað við að byggja Alexandersflugvöll upp sem millilandaflugvöll. Virðast tölur þar stundum úr lausu lofti gripnar og furðulegt að þeim sé slegið fram með viðlíka hætti, enda er þingsályktunartillagan þess efnis að „láta gera ítarlega athugun“ á kostum þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli og í því felst að ráðist yrði í faglega athugun á því hver kostnaðurinn yrði. Þannig yrði þingmönnum og stjórnvöldum kleift að taka upplýsta ákvörðun um framtíð vallarins, byggða á raunverulegri úttekt.

    Um kosti þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli, sem eru margir, er hægt að tíunda lengi og hefur margoft verið bent á þá og ávinning af slíkri uppbyggingu. Má þó sérstaklega benda á að í samgönguáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kemur eftirfarandi m.a. fram forgangsröðum í málefnum flugvalla: „Að hugað verði að því að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug á Akureyrarflugvöll.“ Styður tillagan þannig við þá brýnu hagsmuni Norðurlands að öruggt millilandaflug til og frá landshlutanum getið orðið árið um kring, enda þjóni Alexandersflugvöllur þá Akureyrarflugvelli geti þotur ekki lent á þeim velli.

    Til að árétta mikilvægi Sauðárkróksflugvallar og það hve aðstæður til flugtaks og lendinga eru þar góðar, m.a. m.t.t. veðurfars og flugtæknilegra skilyrða, má benda á að Flugakademía Keilis hefur í hyggju að færa þangað hluta námsins á næstunni og hefur þegar hafið tilraunaverkefni þar að lútandi. Kennslan hefur hingað til að mestu verið tengd alþjóðaflugvellinum í Keflavík en vegna mikillar umferðar þar hefur akademían verið að beina sjónum sínum annað og staðnæmst við góðar aðstæður á Sauðárkrókflugvelli.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna og styðja þannig við öflugar og öruggar samgöngur frá útlöndum til fleiri landshluta en nú er. Það mun tvímælalaust styrkja samkeppnishæfni landsbyggðarinnar og styðja við bætt lífskjör víða um land.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerði tillögu um að sveitarstjórn tæki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagins samþykkir eftirfarandi umsögn við 34. mál, þingsályktunartillögu á 149. löggjafarþingi 2018-2019 um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, og verður hún send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Full samstaða ríkir innan allra flokka sem eiga sæti í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mikilvægi þess að þingsályktunartilllaga þessi nái fram að ganga. Má því til staðfestingar nefna að á 845. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis að sækja um styrk til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til að vinna framkvæmdaráætlun fyrir Alexandersflugvöll. Þar sýna fulltrúar byggðaráðs í verki vilja til þess að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Vinna tillögur byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þingsályktunartillaga þessi því að sama marki, því nái þingsályktunartillagan fram að ganga og niðurstöður undirbúningsvinnu og rannsókna ráðherra verði jákvæðar, styður fyrirhuguð framkvæmdaáætlun heimamanna við næstu skref í uppbyggingu Alexandersflugvallar. Við umsagnir sama máls frá fyrri þingum hafa ýmsir aðilar, þ.m.t. Isavia, varpað fram mjög lausáætluðum tölum yfir mikinn kostnað við að byggja Alexandersflugvöll upp sem millilandaflugvöll. Virðast tölur þar stundum úr lausu lofti gripnar og furðulegt að þeim sé slegið fram með viðlíka hætti, enda er þingsályktunartillagan þess efnis að „láta gera ítarlega athugun“ á kostum þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli og í því felst að ráðist yrði í faglega athugun á því hver kostnaðurinn yrði. Þannig yrði þingmönnum og stjórnvöldum kleift að taka upplýsta ákvörðun um framtíð vallarins, byggða á raunverulegri úttekt. Um kosti þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli, sem eru margir, er hægt að tíunda lengi og hefur margoft verið bent á þá og ávinning af slíkri uppbyggingu. Má þó sérstaklega benda á að í samgönguáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kemur eftirfarandi m.a. fram forgangsröðum í málefnum flugvalla: „Að hugað verði að því að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug á Akureyrarflugvöll.“ Styður tillagan þannig við þá brýnu hagsmuni Norðurlands að öruggt millilandaflug til og frá landshlutanum getið orðið árið um kring, enda þjóni Alexandersflugvöllur þá Akureyrarflugvelli geti þotur ekki lent á þeim velli. Til að árétta mikilvægi Sauðárkróksflugvallar og það hve aðstæður til flugtaks og lendinga eru þar góðar, m.a. m.t.t. veðurfars og flugtæknilegra skilyrða, má benda á að Flugakademía Keilis hefur í hyggju að færa þangað hluta námsins á næstunni og hefur þegar hafið tilraunaverkefni þar að lútandi. Kennslan hefur hingað til að mestu verið tengd alþjóðaflugvellinum í Keflavík en vegna mikillar umferðar þar hefur akademían verið að beina sjónum sínum annað og staðnæmst við góðar aðstæður á Sauðárkrókflugvelli. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna og styðja þannig við öflugar og öruggar samgöngur frá útlöndum til fleiri landshluta en nú er. Það mun tvímælalaust styrkja samkeppnishæfn landsbyggðarinnar og styðja við bætt lífskjör víða um land. Samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 846. fundar byggðarráðs staðfest á 376. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2018 með níu atkvæðum.