Fara í efni

Ytra mat á GaV

Málsnúmer 1810139

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 138. fundur - 21.01.2019

Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar um ytra mat Grunnskólans austan Vatna sbr. lög um grunnskóla nr. 91/2008. Jafnframt er lögð fram umbótaáætlun sem skólinn og fræðsluþjónustan hafa unnið í kjölfar úttektarinnar. Nefndin fagnar úttektinni og þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu Menntamálastofnunar. Niðurstaðan er hvatning til enn frekari árangurs og metnaðar í starfi. Starfsmenn skólans eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf.