Fara í efni

Tillaga til ferðaþjónustuaðila

Málsnúmer 1810132

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 60. fundur - 24.10.2018

Lögð fram tillaga frá Ragnheiði Halldórsdóttur um að beina því til SSNV að sett verði af stað vinna þar sem að Skagafjörður verði kortlagður með bæði fjölsótta og framtíðar ferðamannastaði í huga. Með það að markmiði að upplýsa, hvetja og aðstoða landeigendur/einkaaðila til að sækja um styrki frá sjóðum á borð við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og er sammála um mikilvægi þess að landeigendur og einkaaðilar séu upplýstir um þá styrki sem í boði eru frá sjóðum á borð við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Með þessu er verið að ýta undir uppbyggingu ferðaþjónustu í Skagafirði og styrkja innviði.