Fara í efni

Mannvirki á miðhálendinu skýrsla Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 1809331

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 840. fundur - 02.10.2018

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dagsettur 26. september 2018 þar sem skýrt er frá því að út sé komin skýrslan Mannvirki á miðhálendinu, framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skýrslan er afurð verkefnis þar sem Skipulagsstofnun, í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög á miðhálendinu, var falið að hafa forgöngu um skráningu mannvirkja og þjónustu á miðhálendinu. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi mannvirki og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 332. fundur - 24.10.2018

Lögð fram til kynningar skýrslan Mannvirki á miðhálendinu. Skýrslan er framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026.