Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 145

Málsnúmer 1809032F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 374. fundur - 18.10.2018

Fundargerð 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Hafin er vinna við viðgerð á viðlegukanti á norðurgarði á Hofsósi.
    Viðgerðin nær til um 15 til 20m kafla við löndundarkrana á bryggjunni þar sem komin eru göt á steypta veggi og efni hefur skolað undan bryggjunni.
    Verkið er unnið af Köfunarþjónustunni og er áætlaður kostnaður um 15 milljónir.
    Útgjöldum vegna verksins er mætt með auknum tekjum Hafnarsjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Farið var yfir tillögur að áætlun um úrbætur í fráveitumálum og nefndarmönnum kynnt skýrsla um fráveitumál á Sauðárkróki frá árinu 2001.
    Leitað hefur verið til Eflu Verkfræðistofu varðandi skil á gögnum til Umhverfisstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Kynnt voru drög að vinnuteikningum vegna útikennslustofu í Sauðárgili.
    Sviðstjóra falið að sækja um styrk vegna verkefnisins í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Tekið var fyrir erindi frá Sveitarstjóra varðandi jafnréttisáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.