Fara í efni

Reykjaströnd,Ljósleiðari - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1807045

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 324. fundur - 11.07.2018

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins sækir, með erindi dagsettu 15. júní um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Um er að ræða svæði frá Sauðárkróki að Veðramótum og Reykjum á Reykjaströnd. Áætlaðar lagnaleiðir eru samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Mílu í mars 2018.
Á Sauðárkróki verður ljósleiðarinn tengdur núverandi streng við dæluhús Skagafjarðarveitna á Eyrarvegi, þaðan verður hann lagður norðan vegar upp að Gránumóum, yfir Gönguskarðsá og að tengibrunni þaðan sem plægðir verða tveir strengir, annars vegar að Veðramótum og hinsvegar að Reykjum á Reykjaströnd.
Ljósleiðarinn verður plægður í jörðu og verður lagt heim að öllum lögheimilum. Öðrum fasteignaeigendum gefst einnig kostur á að tengjast ljósleiðaranum. Þar sem strengurinn mun þvera þjóðveg eða sýsluvegi verður hann boraður eða rekinn undir veginn.
Verkið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. og mun Míla ehf. eiga og reka ljósleiðarakerfið að framkvæmdum loknum.
Vinna við fornleifaskráningu í lagnalínunni er í höndum fornleifafræðinga hjá Byggðasafni Skagafjarðar og er sú vinna langt komin. Stefnt er á að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2018.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi


Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 833. fundur - 19.07.2018

Vísað frá 324. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11.júlí 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins sækir, með erindi dagsettu 15. júní um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Um er að ræða svæði frá Sauðárkróki að Veðramótum og Reykjum á Reykjaströnd. Áætlaðar lagnaleiðir eru samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Mílu í mars 2018.
Á Sauðárkróki verður ljósleiðarinn tengdur núverandi streng við dæluhús Skagafjarðarveitna á Eyrarvegi, þaðan verður hann lagður norðan vegar upp að Gránumóum, yfir Gönguskarðsá og að tengibrunni þaðan sem plægðir verða tveir strengir, annars vegar að Veðramótum og hinsvegar að Reykjum á Reykjaströnd.
Ljósleiðarinn verður plægður í jörðu og verður lagt heim að öllum lögheimilum. Öðrum fasteignaeigendum gefst einnig kostur á að tengjast ljósleiðaranum. Þar sem strengurinn mun þvera þjóðveg eða sýsluvegi verður hann boraður eða rekinn undir veginn.
Verkið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. og mun Míla ehf. eiga og reka ljósleiðarakerfið að framkvæmdum loknum.
Vinna við fornleifaskráningu í lagnalínunni er í höndum fornleifafræðinga hjá Byggðasafni Skagafjarðar og er sú vinna langt komin. Stefnt er á að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2018.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Á 371. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.

Veiting ofangreinds framkvæmdaleyfis borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt með þremur atkvæðum.