Fara í efni

Skíðasvæðið í Tindastóli - Matsskyldufyrirspurn - nýjar skíðalyftur 2018

Málsnúmer 1712226

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 315. fundur - 10.01.2018

Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21.desember 2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn um nýjar skíðalyftur á skíðasvæði Tindastóls að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Í tilkynningunni kemur fram að hluti Efri og Suður lyftu ná inn á grannsvæði vatnsverndar auk þess sem framkvæmdaaðili lýsir verklagi til að draga úr áhættu á mögulegri olíumengun meðan á framkvæmdum og rekstri stendur. Í samantekt umhverfisáhrifa kemur fram að framkvæmdin er líkleg til að hafa óveruleg til engin áhrif á umhverfisþætti.
Sveitarfélagið telur að framkvæmdin falli að markmiðum aðalskipulags um að búa til skilyrði til frekari uppbyggingar útivistar- og afþreyingarstarfsemi verði bætt. Í aðalskipulaginu er jafnframt stefna um vatnsverndarsvæði ofan við 200 m y.s. til að tryggja neysluvatn til framtíðar. Miðað við framlögð gögn er ekki talið að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi áhrif á vatnsverndarsvæði í Tindastóli. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11. gr. í reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslunni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018

Vísað frá 315. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 10. janúar 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21.desember 2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn um nýjar skíðalyftur á skíðasvæði Tindastóls að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í tilkynningunni kemur fram að hluti Efri og Suður lyftu ná inn á grannsvæði vatnsverndar auk þess sem framkvæmdaaðili lýsir verklagi til að draga úr áhættu á mögulegri olíumengun meðan á framkvæmdum og rekstri stendur. Í samantekt umhverfisáhrifa kemur fram að framkvæmdin er líkleg til að hafa óveruleg til engin áhrif á umhverfisþætti. Sveitarfélagið telur að framkvæmdin falli að markmiðum aðalskipulags um að búa til skilyrði til frekari uppbyggingar útivistar- og afþreyingarstarfsemi verði bætt. Í aðalskipulaginu er jafnframt stefna um vatnsverndarsvæði ofan við 200 m y.s. til að tryggja neysluvatn til framtíðar. Miðað við framlögð gögn er ekki talið að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi áhrif á vatnsverndarsvæði í Tindastóli. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11. gr. í reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslunni.

Niðurstaða skipulags- og byggingarnefdar, um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma i skýrslunni, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.