Fara í efni

Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

Málsnúmer 1712171

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 136. fundur - 02.02.2018

Lagt var fram til kynningar bréf til sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fra Landgræðslu Ríkisins vegna endurheimtar og varðveislu votlendis á Íslandi.
Í bréfinu er farið yfir gagnsemi og mikilvægi votlendis fyrir íslenskt samfélag. Nauðsynlegt sé að sveitarstjórnir landsins séu upplýstar um málefnið og þær skyldur sem á þeim hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi. Í því sambandi er sérstaklega bent á bókun í fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóv sl.