Fara í efni

Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)

Málsnúmer 1707040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 309. fundur - 13.09.2017

Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 m.sbr.Meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar Byggðaráðs
frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið.