Fara í efni

Merkigarður (146206) umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1706114

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 307. fundur - 26.06.2017

Tryggvi Sveinbjörnsson kt. 200357-3969 óskar, fh IG Ferða ehf kt. 490209-0500, um heimild til að láta vinna deiliskipulag á hluta jarðarinnar Merkigarðs. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 06.03.2017 útg. 1.0 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 357. fundur - 28.06.2017

Vísað frá 307. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Tryggvi Sveinbjörnsson kt. 200357-3969 óskar, fh IG Ferða ehf kt. 490209-0500, um heimild til að láta vinna deiliskipulag á hluta jarðarinnar Merkigarðs. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 06.03.2017 útg. 1.0 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.

Ofangreind skipulagslýsing ásamt heimild til landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 364. fundur - 13.01.2020

Tryggvi Sveinbjörnsson kt. 200357-3969, f.h. IG Ferða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Merkigarðs í Tungusveit, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Merkigarðs. Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 yrði deiliskipulagið unnið á kostnað eiganda. Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 2.0 dags. 20.12.2019 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Umsækjandi óskar eftir samþykki skipulags-og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti málsmeðferð skv. skipulagslögum. Samkvæmt erindinu er fyrirhuguð á jörðinni frístundabyggð, auk skógræktar. Jörðin er í aðalskipulagi skilgreind sem landbúnaðarsvæði og því kallar þessi beytta landnotkun á breytingu á aðalskipulagi.
Breytingu á landnotkun er vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir. Að fenginni þeirri niðurstöðu verður afstaða tekin til beiðnar um gerð deiliskipulags.