Fara í efni

Stóra-Gröf syðri - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

Málsnúmer 1705216

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 306. fundur - 01.06.2017

Laufey Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon eigendur lögbýlisins Stóra-Gröf syðri, Landnúmer: 146004 óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 20,5 hektara svæði í landi jarðarinnar.

Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og uppdráttur sem sýnir legu núverandi raflínu og fyrirhugaðs jarðstrengs. 66kV loftlína liggur í gegnum svæðið. Ekki verður gróðursett undir eða við línuna. Skilið verður eftir 16 metra breitt ógróðursett svæði við og undir línunni. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 356. fundur - 07.06.2017

Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 306. fundi skipulags- og byggingarnefndar 1. júní 2017, þannig bókað:

Laufey Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon eigendur lögbýlisins Stóra-Gröf syðri, Landnúmer: 146004 óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 20,5 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og uppdráttur sem sýnir legu núverandi raflínu og fyrirhugaðs jarðstrengs. 66kV loftlína liggur í gegnum svæðið. Ekki verður gróðursett undir eða við línuna. Skilið verður eftir 16 metra breitt ógróðursett svæði við og undir línunni. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með átta atkvæðum. Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.