Fara í efni

Skagafjarðarveitur-Hitaveita- Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn og ljósleiðara í Lýtingsstaðhreppi hinum forna

Málsnúmer 1703282

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 303. fundur - 05.04.2017

Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sækja um leyfi til að leggja hitaveitulagnir frá borholu við Hverhóla inn Vesturdal að Bjarnastaðahlíð og að bæjum í Svartárdal og Tungusveit norður að Brúnastöðum á árinu 2017. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum.

Einnig er óskað eftir leyfi til lagningar ljósleiðarastrengja frá Varmahlíð að Steinsstöðum, drátt strengja í ídráttarrör frá Steinsstöðum að Mælifelli og lögn ljósleiðarastrengja þaðan og fram að Brúnastöðum. Tengja á ljósleiðara að bæjum á þessari leið, að Dalsplássi austan Steinsstaða og þremur svæðum út frá hitaveitulögninni í Svartárdal og Vesturdal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skagafjarðarveitum verði veitt framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 353. fundur - 12.04.2017

Vísað til sveitarstjórnar frá 303. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. apríl 2017og þannig bókað:



"Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sækja um leyfi til að leggja hitaveitulagnir frá borholu við Hverhóla inn Vesturdal að Bjarnastaðahlíð og að bæjum í Svartárdal og Tungusveit norður að Brúnastöðum á árinu 2017. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum. Einnig er óskað eftir leyfi til lagningar ljósleiðarastrengja frá Varmahlíð að Steinsstöðum, drátt strengja í ídráttarrör frá Steinsstöðum að Mælifelli og lögn ljósleiðarastrengja þaðan og fram að Brúnastöðum. Tengja á ljósleiðara að bæjum á þessari leið, að Dalsplássi austan Steinsstaða og þremur svæðum út frá hitaveitulögninni í Svartárdal og Vesturdal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skagafjarðarveitum verði veitt framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni."



Ofangreint framkvæmdaleyfi um lagningu stofnlagnar og ljósleiðara, borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.