Fara í efni

Geymslugámar í þéttbýli - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 1703266

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 302. fundur - 24.03.2017

Af gefnu tilefni vill Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vekja athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012,að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:

a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.

Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á.

Ef þeir lausafjármunir sem getið er um hér að ofan eru staðsettir án stöðuleyfis skal krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda.

Skipulags- og byggingarnefnd - 310. fundur - 02.10.2017

Skipulags- og byggingarnefnd hefur í fundarbókun vakið athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012, að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Þessari bókun var fylgt eftir með auglýsingum þar sem eigendum ofangreindra lausafjármuna var bent á að sækja um stöðuleyfi eða að öðrum kosti fjarlægja þá.
Frestur til að skila inn umsóknum var til 15. september 2017.
Nefndin felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að framfylgja samþykktinni.