Fara í efni

Fjallabyggð - Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1703064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 301. fundur - 08.03.2017

Í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað er eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Breytingin felst í að hafnarsvæði á Siglufirði er lagað að núverandi hafnarbakka. Afmörkun hafnarsvæðis nær nú í sjó fram. Innan þess er bæði sjór og land. Þannig er gefið svigrúm fyrir minniháttar breytingar innan hafnarsvæðis, t.d. lengingu hafnargarðs eða breikkun sjóvarna, sem annað hvort verða skilgreindar í deiliskipulagi eða með framkvæmdaleyfi. Núverandi landfylling er færð inn á uppdrátt en einnig er gert ráð fyrir aukinni landfyllingu norðan hennar. Fyrirhuguð landfylling stækkar úr 0,7 ha í 0,8 ha. Hafnarsvæði á landi stækkar úr 2,3 ha í 3,1 ha. Afmarkað er nýtt athafnasvæði sem er 0,7 ha. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017

Vísað frá 301. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 8. mars 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



„Í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað er eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin felst í að hafnarsvæði á Siglufirði er lagað að núverandi hafnarbakka. Afmörkun hafnarsvæðis nær nú í sjó fram. Innan þess er bæði sjór og land. Þannig er gefið svigrúm fyrir minniháttar breytingar innan hafnarsvæðis, t.d. lengingu hafnargarðs eða breikkun sjóvarna, sem annað hvort verða skilgreindar í deiliskipulagi eða með framkvæmdaleyfi. Núverandi landfylling er færð inn á uppdrátt en einnig er gert ráð fyrir aukinni landfyllingu norðan hennar. Fyrirhuguð landfylling stækkar úr 0,7 ha í 0,8 ha. Hafnarsvæði á landi stækkar úr 2,3 ha í 3,1 ha. Afmarkað er nýtt athafnasvæði sem er 0,7 ha. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“



Framlögð skiplagstillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt án athugasemda með níu atkvæðum.