Fara í efni

Mælifellsá - tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1703032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 303. fundur - 05.04.2017

Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146004. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012.

Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir erindinu.

Skipulags- og byggingarnefnd vill vegna þessarar umsóknar árétta að í staðfestu aðalskipulagi sveitarfélagsins er fjallað um nýja byggðalínu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar, Blöndulínu 3. Koma þar tvær línuleiðir til greina, svokölluð efribyggðarleið og leiðin fram miðhéraðið, svokölluð Héraðsvatnaleið. Í aðalskipulaginu hefur ekki verið tekin afstaða til línuleiða og er skipulagi frestað á þeim svæðum sem til greina koma sem lagnaleið.

Vinna við breytingu á aðalskiplaginu er nú hafin, m.a. með það að markmiði að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3. Með vísan til gildandi aðalskipulags þar sem framangreint svæði er hugsanlega ætlað undir nýja byggðalínu getur fyrirhuguð stækkun skógræktar orðið ósamrýmanleg þeim fyrirhuguðu landnotum. Þess vegna og þar sem um er að ræða framkvæmd sem fellur undir ákvæði 2. mgr. 4. gr. rgj. 772/2012 telur skipulags- og byggingarnefnd að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd sé að ræða. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu með vísan til framanritaðs og frekari lagalegra sjónarmiða.



Skipulags- og byggingarnefnd - 304. fundur - 03.05.2017

Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146221. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303 fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl var Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu með vísan til afgreiðslu fundarinns og frekari lagalegra sjónarmiða. Svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 25. apríl 2017 liggur fyrir til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og vísar því til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017

Vísað frá 304. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. maí 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



"Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146221. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl. var skipulags-og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu með vísan til afgreiðslu fundarins og frekari lagalegra sjónarmiða. Svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 25. apríl 2017 liggur fyrir til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og vísar því til sveitarstjórnar."



Fyrirliggjandi svarbréf dagsett 25. apríl 2017 borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.