Fara í efni

Undhóll 146599 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1702091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 299. fundur - 08.02.2017

Með umsókn dagsettri 6. febrúar 2017 sækir Guðmundur Jónsson kt. 161262-7499, eigandi jarðarinnar Undhóll í Óslandshlíð (landnr. 146599), um heimild Skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að skipta 32.888 fermetra spildu úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 74022, dags. 6. febrúar 2017. Einnig sótt um heimild til að leysa útskipta landið úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Undhóll, landnr. 146599. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146599. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.