Fara í efni

Hulduland 223299 - umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1702065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 301. fundur - 08.03.2017

Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 og María Eymundsdóttir kt. 040684-2209 þinglýstir eigendur Huldulands, (landnr. 223299) sækja um leyfi til að stofna byggingarreit á landinu. Þar er fyrirhugað að byggja íbúðarhús og vélageymslu. Staðsetning byggingarreits er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7173 dags. 2. febrúar 2017. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt.