Fara í efni

Sæmundargata 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1701252

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 298. fundur - 01.02.2017

Guðjón S. Magnússon kt 250572-4929 fyrir hönd eigenda Sæmundargötu 13 á Sauðárkróki óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um hvort leyfi fáist til breytinga á húsnæðinu. Fyrirhugað er að breyta hluta viðbyggingar í bílageymslu. Ef leyfi fæst til breytinganna verður skilað inn til byggingarfulltrúa fullnægjandi gögnum. Meðfylgjandi fyrirspurninni er fyrirspurnaruppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.