Fara í efni

Borgarmýri 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1612142

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 296. fundur - 12.01.2017

Kári Björn Þorsteinsson kt 141174-5769, fyrir hönd KÞ lagna ehf. kt. 600106-2280 sem er eigandi séreignar með fastanúmerið 213-1299 í fjöleignahúsi á lóð nr. 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki, landnúmer 143224, sækir um leyfi til að breyta útliti og innangerð eignarinnar ásamt því að gera eignina að þremur séreignum.

Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni, dagsettir 10. desember 2016. Uppdrættirnir eru í verki númer 776002 nr. A-101, A-102 og A-103. Fyrirliggjandi er samþykki meðeigenda sem ekki gera athugasemdir við fjölgun séreiganrhluta í húsinu. Erindið samþykkt.