Fara í efni

Austurgata 5 - Umsókn um breytta notkun og byggingarleyfi.

Málsnúmer 1612012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 295. fundur - 09.12.2016

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um heimild til að breyta notkun Austurgötu 5 á Hofsósi. Sótt er um að breyta notkun húsnæðisins tímabundið, til tveggja ára, í leikskóla. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing gera grein fyrir breytingunum.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun húsnæðis,til tveggja ára.

Skipulags- og byggingarnefnd - 296. fundur - 12.01.2017

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 9. desember 2016 samþykkti Skipulags- og byggingarnefnd tímabundna breytta notkun húsnæðis, til tveggja ára. Var það gert í góðri trú um samþykki nágranna. Annað hefur komið í ljós eins og bréf eiganda Austurgötu 7 dagsett 19. desember 2016 ber með sér. Í ljósi framangreindra upplýsinga afturkallar skipulags- og byggingarnefnd áður samþykkta breytta starfsemi í Austurgötu 5.