Fara í efni

Litla-Gröf (145986) - Umsókn um breytta notkun byggingarleyfi.

Málsnúmer 1611167

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 295. fundur - 09.12.2016

Með tölvubréfi dagsettu 21.11.2016 sækir Linda Björk Jónsdóttir kt. 260277-4809 einn af eigendum Litlu-Grafar, landnúmer 145986, um leyfi skipulags- og byggingarnefndar og sveitastjórnar til að breyta notkun matshluta 04. Matshlutinn er skráður sem fjós í Þjóðskrá en breytist í ferðaþjónustuhús. Fyrir liggur samþykki meðeiganda.

Erindið samþykkt.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 22.12.2016

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Lindu Bjarkar Jónsdóttur kt. 260277-4809, sem er ein af eigendum Litlu- Grafar með landnúmerið 145986. Umsóknin er um leyfi til að breyta útihúsi á jörðinni í ferðaþjónustuhús. Skipulags- og byggignarnefnd samþykkti á fundi sínum 9. desember sl. breytta notkun.

Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki númer 770502, nr. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 16. nóvember 2016. Byggingaráform samþykkt.



Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 54. fundur - 06.09.2017

Páll Einarsson kt.040567-5779 og Linda Björk Jónsdóttir kt. 260277-4809, fh. Karuna ehf. kt. 680809-1000, eiganda Litlu- Grafar, sækja um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum sem samþykktir voru á 39. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 22. desember 2016. Þá sótt um leyfi til að breyta mathluta 04 sem skráð er fjós í ferðþjónustuhús. Breytingin nú felur í sér að veitingaraðstöðu er bætt við og útsýnisaðstaða gerð í fyrrum votheysturni.
Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki númer 770505, nr. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 16. nóvember 2016, breytt 2. ágúst 2017. Byggingaráform samþykkt.