Fara í efni

Faggilding embættis byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1611052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 294. fundur - 18.11.2016

Samkvæmt lögum um Mannvirki og byggingarreglugerð skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa faggildingu til að fara yfir hönnunargögn og annast úttektir nema sá þáttur eftirlitsins hafi verið falinn skoðunarstofu.

Um faggildingu fer samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. nr. 24/2006.

Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa og Mannvirkjastofnunar vegna yfirferðar hönnunargagna og úttekta skal fullnægja kröfum faggildingaraðila. Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við ákvæði kafla 3.2. í Byggingarreglugerð. Sveitarstjórn er heimilt, samkvæmt lögunum, að ákveða að tilteknir þættir eftirlits og yfirferðar hönnunargagna verði falið skoðunarstofu með starfsleyfi.