Fara í efni

Varðandi byggingar við Laugatún á Sauðárkróki - tilmæli frá íbúum

Málsnúmer 1610007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 759. fundur - 06.10.2016

Lagt fram bréf dagsett 1. október 2016 frá íbúum við Laugatún 14-32 (húsnúmer með jafnar tölur) sem búa í fasteignum Búhölda hf. Vilja þeir koma á framfæri að þeir vænti þess að þau hús sem eftir er að byggja við Laugatún verði bara á einni hæð svo þeir geti notið kvöldsólarinnar við hús sín.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 293. fundur - 25.10.2016

Lagt fram bréf dagsett 1. október 2016 frá íbúum við Laugatún 14-32 sem búa í fasteignum Búhölda hsf. Vilja þeir koma á framfæri að þeir vænti þess að þau hús sem eftir er að byggja við Laugatún verði á einni hæð svo þeir geti notið kvöldsólarinnar við hús sín. Ofangreindu erindi samþykkti Byggðarráð á fundi 6. október sl. að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að samkvæmt skipulagi verða byggð tveggja hæða hús vestan Laugatúns. Slík hús varpa ekki skugga á íbúðir austan götunnar.