Fara í efni

Tindastólsvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi og efnistöku.

Málsnúmer 1605200

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 287. fundur - 27.05.2016

Vegagerðin sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á 4 km kafla á Tindastólsvegi og til efnistöku einni námu, Heiði (19505). Jafnframt óskar Vegagerðin eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur yfirfarið umsóknargögnin og skoðað námuna og framkvæmdasvæðið. Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að starfsemin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála niðurstöðu skipulags - og byggingarfulltrúa og leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 " Tindastólsvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi og efnistöku."
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Með bréfi dagsettu 20. maí 2016 sækir Vegagerðin um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Tindastólsvegi og vegna efnisvinnslu úr námu A - í landi Heiðar í Gönguskörðum.
Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um umsóknina á fundi 27. maí sl. og lagði til að umbeðin leyfi yrðu veitt.

Framkvæmdaleyfið borið upp til afgreislu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framangreint leyfi.