Fara í efni

Fellstún 3 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

Málsnúmer 1605169

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 291. fundur - 15.08.2016

Eiður Baldursson 290169-3999 og Þórey Gunnarsdóttir 120772-3179, eigendur einbýlishússins númer 3 við Fellstún á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags-og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 2,7 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við breikkun innkeyrslu við Fellstún 3. Einnig kemur fram að eigandi skuli kynna sér legu lagna á svæðinu, verði tjón á lögnum í eigu sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna skal húseigandi tilkynna það og lagfæra á eigin kostnað. Erindið samþykkt. Hildur óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 345. fundur - 24.08.2016

Afgreiðsla 291. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 345. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2016 með níu atkvæðum.