Fara í efni

Sauðárkrókur 218097 - Siglingaklúbburinn Drangey - Umsókn um setlaug

Málsnúmer 1603203

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 285. fundur - 11.04.2016

Fyrir liggur fyrirspurn Ingvars Páls Ingvarssonar fh Siglingaklúbbsins Drangey um heimild til að staðsetja setlaug við smábátahöfnina á Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindinu vísað til umhverfis - og samgöngunefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 285. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. april 2016 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 119. fundur - 11.05.2016

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Siglingaklúbbnum Drangey þar sem klúbburinn óskar eftir að fá að setja niður heitan pott við smábátahöfnina við Suðurgarð á Sauðárkróki.
Pottinum er ætlað það hlutverk að þjóna börnum og unglingum á siglinganámskeiðum og öðrum þeim sem heimsækja klúbbin og vilja nýta sér aðstöðu hans. Utan þess tíma sem fyrrgreind notkun kveður á um verður potturinn lokaður með palli sem settur verður yfir hann og honum tryggilega læst.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sína hönd en leggur áherslu á að potturinn verði tryggilega læstur utan notkunartíma, gengið verði snyrtilega frá umhverfinu í kring og Siglingaklúbburinn tilgreini ábyrgðaraðila fyrir aðstöðunni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 288. fundur - 06.06.2016

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Siglingaklúbbnum Drangey þar sem klúbburinn óskar eftir að fá að setja niður heitan pott við smábátahöfnina við Suðurgarð á Sauðárkróki.
Pottinum er ætlað það hlutverk að þjóna börnum og unglingum á siglinganámskeiðum og öðrum þeim sem heimsækja klúbbinn og vilja nýta sér aðstöðu hans. Utan þess tíma sem fyrrgreind notkun kveður á um verður potturinn lokaður með palli sem settur verður yfir hann og honum tryggilega læst. Fyrir liggur að Umhverfis- og samgöngunefnd hefur samþykkt erindið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og leggur áherslu á að potturinn verði tryggilega læstur utan notkunartíma, gengið verði snyrtilega frá umhverfinu í kring og Siglingaklúbburinn tilgreini ábyrgðaraðila fyrir aðstöðunni. Umrætt svæði er í deiliskipulagsmeðferð og er því aðeins um tímabundið leyfi að ræða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Afgreiðsla 288. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. júní 2016 með níu atkvæðum.