Fara í efni

Hólar 146440 - Starfsleyfisumsókn - gömlu Fjárhúsin - Bleikjukynbótastöð

Málsnúmer 1603199

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 285. fundur - 11.04.2016

Vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir bleikjukynbótastöðina að Hólum í Hjaltadal óskar Háskólinn á Hólum eftir, með bréfi dagsettu 21. mars 2016, að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur yfirfarið umsóknargögnin og skoðað starfsemi bleikjukynbótastöðvarinnar vegna þessa erindis. Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að starfsemin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála niðurstöðu skipulags- og byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Hólar 146440 - Starfsleyfisumsókn - gömlu Fjárhúsin - Bleikjukynbótastöð" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir bleikjukynbótastöðina að Hólum í Hjaltadal óskar Háskólinn á Hólum eftir, með bréfi dagsettu 21. mars 2016, að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í erindinu skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

Það er niðurstaða sveitarstjórnar að starfsemin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.