Fara í efni

Skagfirðingabraut 51 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1603180

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 285. fundur - 11.04.2016

Í samræmi við 38. grein skipulagslaga óskar Kaupélag Skagfirðinga eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar til að annast og kosta gerð deiliskipulags deiliskipulags á svokölluðum Mjólkurstöðvarreit. Á reitnum eru lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Meðfylgjandi umsókn er lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., Skipulagslaga. Jafnframt fylgir erindinu fyrirspurnargögn sem greina fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni Skagfirðingabraut 51. Skipulags - og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila sé heimilað að vinna deiliskipulag á lóðarreitnum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Skagfirðingabraut 51 - Fyrirspurn um byggingarleyfi" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Í samræmi við 38. grein skipulagslaga óskaði Kaupélag Skagfirðinga eftir, með bréfi dagsettu 7. apríl 2016, heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar til að annast og kosta gerð deiliskipulags á svokölluðum Mjólkurstöðvarreit. Á reitnum eru lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Meðfylgjandi umsókn er lýsing á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., Skipulagslaga. Á fundi Skipulags - og byggingarnefndar 11. apríl sl. var erindi Kaupfélagsins tekið fyrir og mælt með því við sveitarstjórn að heimila framkvæmdaraðila að vinna deiliskipulag á lóðarreitnum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir Skipulagslýsingu verkefnisins og samþykkir að heimila Kaupfélaginu að láta vinna deiliskipulag á reitnum í samræmi við ofanreindar forsendur.

Samþykkt með níu atkvæðum.