Fara í efni

Reglur um niðurgreiðslur á daggæslu barna í heimahúsum

Málsnúmer 1602198

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 232. fundur - 05.04.2016

Reglurnar lagðar fram og ræddar. Afgreiðslu frestað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 232. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 234. fundur - 08.06.2016

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bráðabirgðaákvæði 3. og 4. mgr. 10 greinar reglna um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum sem sett voru 2011 verði felldar inn í reglurnar og þær samþykktar þannig. Vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 12. Reglur um niðurgreiðslur á daggæslu barna í heimahúsum. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Lagðar eru fram til samþykktar reglur um niðurgreiðslur á daggæslu barna í heimahúsum sem samþykktar voru á 234. fundi félags- og tómstundanefndar.

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bráðabirgðaákvæði 3. og 4. mgr. 10 greinar reglna um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum sem sett voru 2011 verði felldar inn í reglurnar og þær samþykktar þannig.
Bjarni Jónson, Bjarki Tryggvason, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson tóku til máls.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðslu þessa máls.

Bjarni Jónsson óskar bókað: Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar ársins að niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum verði óbreyttar á árinu 2016 frá fyrra ári. Það þýðir í raun verulega lækkun greiðslna vegna þjónustu dagmæðra, í ljósi þeirra kostnaðar og launahækkana sem orðið hafa síðustu misseri. Ég sit því aftur hjá nú við afgreiðslu málsins.

Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað: Einungis er um að ræða efnisbreytingu á reglugerðinni en gjaldskráin sem slík er óbreytt.

Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með átta greiddum atkvæðum.