Fara í efni

Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun

Málsnúmer 1601136

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 725. fundur - 14.01.2016

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2016 varðandi vinnu við að samræma reglur, verklag og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum við eftirfarandi nálgun: "Að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis og Þjóðskrár skal við það miða að allar þær framkvæmdir sem eru framkvæmdaleyfisskyldar séu skilgreindar innan lóða og að allt það landssvæði sem raskast vegna framkvæmda orkufyrirtækjanna innan viðkomandi sveitarfélags, verði skilgreint innan lóðar. Af þeim mannvirkjum innan lóðar verði greidd fasteignagjöld." Óskað er að sambandinu berist svör fyrir 1. mars n.k.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 725. fundar byggðaráðs staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 281. fundur - 22.01.2016

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2016 varðandi vinnu við að samræma reglur, verklag og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum við eftirfarandi nálgun:
"Að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis og Þjóðskrár skal við það miða að allar þær framkvæmdir sem eru framkvæmdaleyfisskyldar séu skilgreindar innan lóða og að allt það landssvæði sem raskast vegna framkvæmda orkufyrirtækjanna innan viðkomandi sveitarfélags, verði skilgreint innan lóðar. Af þeim mannvirkjum innan lóðar verði greidd fasteignagjöld." Óskað er að sambandinu berist svör fyrir 1. mars n.k.
Á fundi Byggðarráðs 14. janúar sl. var samþykkt að vísa ofangreindu erindi til umsagnar skipulags- og bygginganefndar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa svar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.