Fara í efni

Umsókn um lóð á Faxatorgi

Málsnúmer 1512231

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 280. fundur - 06.01.2016

Hymir ehf. kt 621292-3589 sækir, með bréfi dagsettu 8. desember 2015 um lóð undir hótel á Sauðárkróki. Sótt er um lóð á Flæðum við Faxatorg. Áform umsækjanda eru að reisa 60 til 80 herbergja hótelbyggingu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að taka svæðið til deiliskipulagsmeðferðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Undirritaður tekur undir afgreiðslu skipulags og byggingarnefndar. Bygging nýs 60-80 herbergja hótels á Sauðárkróki yrði mikil lyftistöng fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu.

Vert er að benda á að framundan er deiliskipulagsferli á þeim reit sem sótt er um undir hótelið. Þar gefst íbúum tækifæri til að koma að athugasemdum og tillögum áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar um mögulegar útfærslur eða staðsetningu á slíku hóteli ef af verður. Skiptar skoðanir eru um staðsetninguna og má þann áherslumun eins og víðar finna í sveitarstjórnarhóp VG og óháðra.

Bjarni Jónsson, V lista

Afgreiðsla 280. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.