Fara í efni

Sauðárkrókur - "Hannesarskjól"

Málsnúmer 1512193

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 280. fundur - 06.01.2016

Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins leitar, með bréfi dagsettu 22. desember sl., eftir samþykki Skipulags- og byggingarnefndar fyrir staðsetningu minnismerkis á Nafabrún, austan kirkjugarðs. Minnismerkið er áformað að reisa til að heiðra skagfirska rithöfundinn Hannes Pétursson. Í erindi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar er skissa sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu útliti og stærð minnismerkisins. Samþykkt að skipulags- og byggingarfulltrúi skoði staðsetningu minnismerkis í samráði við umsækjendur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 280. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.