Fara í efni

Kæra á ákvörðun Sv.fél. Skagafjarðar v/ Drekahlíð 4 - breikkun innkeyrslu

Málsnúmer 1512077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 280. fundur - 06.01.2016

Fyrir liggur erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála, dagsett 9. desember 2015 sem hefur til umfjöllunar kæru Sigurlaugar Reynaldsdóttur Drekahlíð 4, þar sem kærð er ákvörðun sveitarfélagsins að hafna umsókn um stækkun á bílastæði/innkeyrslu að Drekahlíð 4 á Sauðárkróki. Sveitarstjóri hefur falið Arnóri Halldórssyni hdl. að svara erindinu og liggja fyrir fundinum drög að bréfi hans til Úrskurðarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við svarbréf Arnórs Halldórssonar hdl.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 280. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 303. fundur - 05.04.2017

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 6. janúar 2016 var bókað að fyrir lægi erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála, dagsett 9. desember 2015 sem hafði til umfjöllunar kæru Sigurlaugar Reynaldsdóttur Drekahlíð 4, þar sem kærð er ákvörðun sveitarfélagsins að hafna umsókn um stækkun á bílastæði/innkeyrslu að Drekahlíð 4 á Sauðárkróki.

Málið snérist um lögmæti ákvörðunnar sveitarstjórnar um að hafna umsókn kæranda og eiginmanns hennar um breikkun á innkeyrslu að húsi þeirra að Drekahlíð 4 og um lögmæti synjunar sveitarstjórnar á beiðni þeirra um endurupptöku þeirrar ákvörðunar.

Nú liggur fyrir úrskurður úrskurðarnefndarinnar og er niðurstaðan tvíþætt:

Kröfu um ógildingu á upphaflegri efnislegri afgreiðslu er vísað frá á þeirri forsendu að ákvörðunin var orðin of gömul þegar hún var kærð til úrskurðarnefndarinnar.

Þá er hafnað kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar um að synja um endurupptöku málsins á þeirri forsendu að ekki verði séð að upphaflega afgreiðslan hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum.