Fara í efni

Viðvík (146424) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1510145

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 278. fundur - 25.11.2015

Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424), óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir gripahús á landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7209, dags. 10. október 2015.
Erindi Kára dagsett 12. október 2015. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða það að fenginni umsókn minjavarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 278. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.