Fara í efni

Dagur íslenskrar náttúru

Málsnúmer 1508094

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 112. fundur - 21.08.2015

Lagt var fram til kynningar bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi Dag íslenskrar náttúru.
Dagurinn verður að venju haldinn hátíðlegur 16. september nk.
Í bréfinu segir m.a.:
"Undanfarin ár hafa sveitarfélög, skólar, stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök fagnað Degi íslenskrar náttúru með fjölbreyttum hætti; efnt til viðburða, vakið athygli á málefnum sem varða íslenska náttúru eða haft náttúruna sem þema við leik og störf á þessum degi...
Sveitarfélög og landshlutasamtök eru hvött til að hafa Dag íslenskrar náttúru í huga í starfi sínu framundan og halda hann hátíðlegan."
Formanni falið að leggja málið fyrir meirihluta sveitastjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 112. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.