Fara í efni

Borgartún 2 - endurskoðun á yfirferðarétti

Málsnúmer 1506052

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 111. fundur - 25.06.2015

Lagt var fyrir nefndina bréf frá Skátafélaginu Eilífsbúum varðandi yfirferðarrétt við eignina Borgartún 2.
Í bréfinu er bent á að vegna aðstæðna á lóðinni geti skapast hætta vegna bílaumferðar annars vegar og gangandi vegfarenda hinsvegar innan lóðarinnar. Bent er á mögulega lausn með því að útbúa nýja innkeyrslu á lóðina.
Nefndin vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 329. fundur - 06.07.2015

Afgreiðsla 111. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 329. fundi sveitarstjórnar 6.júlí 2015 með átta atkvæðum.