Fara í efni

Krithóll I 146185-Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1506043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 274. fundur - 10.06.2015

Birna Guðmundsdóttir kt. 010741-3009,eigandi jarðarinnar Krithóls I (landnr. 146185), óskar eftir leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7591, dags. 4. júní 2015. Nafn spildunnar á uppdrættinum er Krithóll I, land 2, landsstærð 32,27 ha. Í umsókn kemur fram að um veiðirétt í Húseyjarkvísl gildi í dag þinglýst samkomulag milli eigenda jarðanna Krithóls I og II, dags. 10. janúar 1997, sem kveður á um að hlunnindin skiptist jafnt á milli jarðanna, og mun það samkomulag gilda áfram. Lögbýlarétturinn vegan Krithóls I mun áfram fylgja landnúmerinu 146185. Ekki liggur fyrir yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða um ágreiningslaus landamerki. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.