Fara í efni

Hólar í Hjaltadal 146440 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1506027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 274. fundur - 10.06.2015

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum sækir, fh Háskólans á Hólum, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á keppnis- og kennslusvæði hestafræðideildar Háskólans að Hólum. Verkið verður unnið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Stoð ehf. Verkfræðistofu, uppdrættir nr. S-101 t.o.m S-106 verknúmer 422601. Uppdrættir eru dagsettir 10. maí 2015. Verkið felst í aðalatriðum í fyllingum í áhorfendamanir, gerð kynbótavallar, gerð vegslóða og gönguleiða og gerð malarplana. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 5. júní 2015. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 á dagskrá fundarins, Hólar í Hjaltadal 146440 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Erindi vísað frá 274. fundi skipulags- og byggingarnefndar 21. maí 2015

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum sækir, fh Háskólans á Hólum, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á keppnis- og kennslusvæði hestafræðideildar Háskólans að Hólum. Verkið verður unnið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Stoð ehf. Verkfræðistofu, uppdrættir nr. S-101 t.o.m S-106 verknúmer 422601. Uppdrættir eru dagsettir 10. maí 2015. Verkið felst í aðalatriðum í fyllingum í áhorfendamanir, gerð kynbótavallar, gerð vegslóða og gönguleiða og gerð malarplana. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 5. júní 2015. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Ofangreint framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.