Fara í efni

Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

Málsnúmer 1505230

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 698. fundur - 04.06.2015

Skipulagsstofnun vekur athygli á því að þann 1. júní n.k. taka gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laganna ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um matsskyldu þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í C- flokki og háðar eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórnar. Þar er greint frá málsmeðferð sem sveitarstjórnir þurfa að byggja á við ákvarðanatökuna. Nánari skýringar verður að finna í endurskoðaðri reglugerð um mat á umhverfisáhrifum, sem stefnt er að því að verði tilbúin fljótlega í júní. Samhliða mun Skipulagsstofnun gefa út leiðbeiningar um C- flokk, sem nýtast eiga skipulagsfulltrúum og sveitarstjórnum til að takast á við þetta nýja verkefni.

Um leið og endurskoðuð reglugerð og leiðbeiningarnar um C- flokk líta dagsins ljós mun Skipulagsstofnun vekja athygli sveitarstjórna á því.

Skipulags- og byggingarnefnd - 274. fundur - 10.06.2015

Með tölvubréfi dagsettu 29. maí 2015 vekur Skipulagsstofnun athygli á því að þann 1. júní 2015 taka gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laganna ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um matsskyldu þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í C- flokki og háðar eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.